Húsnæðisnefnd

1981. fundur 29. febrúar 2000

Húsnæðisnefnd 29. febrúar 2000.
5. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 29. febrúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Eygló Birgisdóttir, Páll Jóhannsson, Gísli Kr. Lórenzson, Jón Heiðar Daðason og Dan Jens Brynjarsson.

Þetta gerðist:

  1. Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 09.02. 2000 þar sem tilkynnt er ákvörðun stjórnar sjóðsins um að veita Akureyrarbæ lán að fjárhæð 72.000.000 kr. til 50 ára á 1% ársvöxtum vegna leiguíbúða bæjarins auk 5.000.000 kr. láns til 50 ára á 3.9% ársvöxtum einnig vegna leiguíbúða bæjarins.
  2. Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 25.01. 2000 með ósk um afstöðu húsnæðinefnda til samræmdra reglna um húsaleigu leiguíbúða. Starfsmanni falið að yfirfara reglurnar.
  3. Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 11.02. 2000 þar sem tilkynntar eru breyttar reglur um uppgjör innlausnaríbúða og uppboðsíbúða. Húsnæðisnefnd getur ekki fallist á breyttar reglur og felur húnæðisdeild að koma athugasemdum á framfæri við Íbúðalánasjóð.
  4. Kauptilboð í Vestursíðu 32A samþykkt.
  5. Samþykkt að veita þremur aðilum viðbótarlán.
  6. Einni umsókn um viðbótarlán synjað.
  7. Borist hefur bréf frá umsækjanda um viðbótarlán dags. 21.02.2000 um að áður veitt viðbótarlán verði flutt á aðra íbúð. Fyrri kaupsamningi hefur verið rift vegna vanefnda seljanda. Samþykkt.

Fleira ekki gert.

Jóhann G.Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Gísli Kr. Lórenzson
Jón Heiðar Daðason
Dan Jens Brynjarsson
- einnig fundarritari -