Húsnæðisnefnd

1982. fundur 14. mars 2000

Húsnæðisnefnd 14. mars 2000.
6. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 14. mars kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson, Guðríður Friðriksdóttir og Jón Heiðar Daðason.

Þetta gerðist:

  1. Beiðni um kaup á Smárahlíð 18B, Hjallalundi 20-102 og Tröllagili 19 samþykkt.
  2. Samþykkt að selja Smárahlíð 18B, Hjallalund 20-102 og Tröllagil 19 á frjálsum markaði.
  3. Kauptilboð í Vestursíðu 38D, Smárahlíð 18D-104 og Melasíðu 3D-202 samþykkt.
  4. Samþykkt að veita fjórum aðilum viðbótarlán.
  5. Borist hefur bréf, dags. 10.03. 2000, frá umsækjandum þar sem þau fara fram á að nefndin endurskoði ákvörðun sína um að synja umsókn þeirra um viðbótarlán. Þeim var synjað vegna óraunhæfrar kostnaðaráætlunar við að ljúka smíði hússins þar sem nefndin telur augljóst að kostnaður við að ljúka byggingu hússins fari yfir hámarksverð sem nefndin hefur sett sér í starfsreglum.
  Nefndin sér ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun.
  6. Tveimur umsóknum um viðbótarlán synjað vegna of hárra núverandi tekna.

Fleira ekki gert.

Jóhann G.Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Jón Heiðar Daðason
Guðríður Friðriksdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-