Húsnæðisnefnd

1983. fundur 28. mars 2000

Húsnæðisnefnd 28. mars 2000.
7. fundur.


Ár 2000, þriðjudag 28. mars kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson, Guðríður Friðriksdóttir og Jón Heiðar Daðason.

Þetta gerðist:

  1. Beiðni um kaup á einni íbúð, Snægili 10-101 samþykkt.
  2. Tvær beiðnir um nafnaskipti bárust, báðar samþykktar.
  3. Samþykkt að breyta Vestursíðu 14C-201, Drekagili 28-503 og Snægili 10-101 í leiguíbúðir á 1% vöxtum.
  4. Samþykkt að veita fimm aðilum viðbótarlán.
  5. Einni umsókn um viðbótarlán synjað vegna of hárra núverandi tekna.
  6. Bréf barst frá kærunefnd húsnæðismála v/uppgjörs á tveimur íbúðum, starfsmanni nefndarinnar er falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
  7. Húsnæðisnefnd mótmælir hækkun vaxta á viðbótarlánum og bendir á að enn hafi nefndinni ekki borist tilkynning þar um. Nefndin harmar hve upplýsingastreymi frá Íbúðalánasjóði til nefndarinnar er lítið og felur forstöðumanni að koma þessum ábendingum á framfæri við Íbúðalánasjóð.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Guðríður Friðriksdóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-