Húsnæðisnefnd

1984. fundur 11. apríl 2000

Húsnæðisnefnd 11. apríl 2000.
8. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 11. apríl kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson, Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bréf barst, dags. 28. mars 2000, frá skipulagsstjóra Akureyrarbæjar vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018.
  2. Bréf barst, dags. 6. apríl 2000, frá umsækjanda þar sem lögð er fram beiðni um hækkun á hámarksverði vegna viðbótarláns.

   Húsnæðisnefnd er tilbúin að skoða málið þegar kauptilboð og öll önnur gögn varðandi málið liggja fyrir.
  3. Beiðni um kaup á Tröllagili 14-103, Grundargerði 2F, Tjarnarlundi 16C-202, Melasíðu 4D-202, Lindasíðu 2-205, Hjallalundi 20-106, Tröllagili 14-503, Keilusíðu 7G og Tröllagili 1 samþykkt.
  4. Ein beiðni um nafnaskipti samþykkt.
  5. Húsnæðisnefnd samþykkir kauptilboð í Vestursíðu 14-201 og Hjallalund 20-102.
  6. Húsnæðisnefnd samþykkir að breyta Vestursíðu 12B-102 í leiguíbúð í stað Vestursíðu 14C-201 (bókað á fundi nefndarinnar 28. mars 2000).
  7. Samþykkt að veita eitt viðbótarlán.
  8. Húsnæðisnefnd óskar eftir frekari gögnum frá einum umsækjanda um viðbótarlán.

Fleira ekki gert.

Jóhann G.Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Guðríður Friðriksdóttir
- fundarritari -