Húsnæðisnefnd

1985. fundur 02. maí 2000

Húsnæðisnefnd 2. maí 2000.
9. fundur.


Ár 2000, þriðjudag 2. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Einar Hjartarson, Páll Jóhannesson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson, Elín Antonsdóttir, Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bréf barst frá Íbúðalánasjóði dags. 25. apríl þar sem tilkynnt er um hækkun vaxta á viðbótarlánum og breytingu á vaxtakjörum á lánum til leiguíbúða.
  2. Bréfleg fyrirspurn barst, ódagsett, frá einstaklingi um viðbótarlán, verður henni svarað af starfsmanni nefndarinnar.
  3. Húsnæðisnefnd samþykkir beiðni um kaup á Vestursíðu 16E-302, Vestursíðu 28D-202, Vestursíðu 24B-102, Snægili 5F-302 og Lindasíðu 2-301.
  4. Húsnæðisnefnd samþykkir kauptilboð vegna sölu á íbúðum í Fögrusíðu 11B, Smárahlíð 18B-102, Tröllagili 1, Keilusíðu 10D-104, Drekagili 28S-603, Tröllagili 14 -103 og Tröllagili 14P-503.
  5. Húsnæðisnefnd leggur til við bæjarráð að starfsreglum um viðbótarlán verði breytt þannig að hámarksverð íbúða verði eftirfarandi:

   Fyrir þrjá verði 8,3 milljónir króna
   fyrir fjóra verði 9,5 milljónir króna
   og fyrir fimm eða fleiri 10,5 milljónir króna.

   Ástæða hækkunarinnar er að erfitt hefur reynst fyrir kaupendur að finna íbúðir undir viðmiðunarverðum sem sett voru af nefndinni 21. desember 1999.

  6. Húsnæðisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að beiðni íbúa við Lindasíðu 2 og 4, um að kvöð hvað varðar sölu íbúðanna verði aflétt. Lagt er til að húsfélagið í Lindasíðu setji sér nýjar samþykktir í stað núverandi húsreglna. Með nýjum samþykktum verði fellt niður ákvæði um sölu íbúðanna og þær seldar af fasteignasölum á frjálsum markaði, en skilyrðum um hverjir mega eignast íbúð og búa í fjölbýlishúsunum verði látin halda sér.
  Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki, fyrir sitt leyti, að samsvarandi kvöðum hvað varðar sölu á íbúðunum í Víðilundi 20 og 24 verði einnig aflétt. Bæjarstjórn óski eftir viðræðum við eigendur íbúðanna og Félag eldri borgara vegna málsins.
  Meðfylgjandi er greinargerð vegna sölu á íbúðunum í Lindasíðu og Víðilundi ásamt uppkasti af samþykktum fyrir Lindasíðu 2 og 4.
  7. Húsnæðisnefnd samþykkir að breyta Tjarnarlundi 16C-202 í leiguíbúð í á 1% vöxtum.
  8. Samþykkt var veiting ellefu viðbótarlána.
  9. Viðbótargögn vegna umsóknar um viðbótarlán sem synjað var 28. mars s.l. hafa borist nefndinni en þau hreyfa ekki við fyrri ákvörðun hennar.

Fleira ekki gert.

Alfreð Almarsson varaformaður
Einar Hjartarson
Páll Jóhannesson
Eygló Birgisdóttir
Elín Antonsdóttir
Guðríður Friðriksdóttir
Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir 8. og 9. lið
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-