Húsnæðisnefnd

1986. fundur 16. maí 2000

Húsnæðisnefnd 16. maí 2000.
10. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 16. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Páll Jóhannsson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bréf barst frá Dalvíkurbyggð þar sem boðað er til málþings um félagslega húsnæðiskerfið um sölu íbúða út úr kerfinu og kostnað sveitarfélaga.
  2. Bréf barst frá umsækjanda um húsaleigubætur varðandi tapaðan bótarétt þar sem farið var fram á endurskoðun þeirrar ákvörðunar.

   Nefndin fellst á að láta umsækjanda njóta vafans í málinu og greiða bætur frá 1. janúar 2000 berist húsaleigusamningur fyrir 30. maí n.k.
  3. Húsnæðisnefnd samþykkir beiðni um kaup á Snægili 5-301 og Vestursíðu 30-101, þær verða seldar á frjálsum markaði.
  4. Húsnæðisnefnd samþykkir kauptilboð í Tröllagil 19, Snægil 5-302, Melasíðu 4D, Vestursíðu 32-301, Vestursíðu 24-102, Hjallalund 20-106 og Vestursíðu 16-302.
  5. Samþykkt að breyta Lindasíðu 2-205 í leiguíbúð á 1% vöxtum.
  6. Samþykkt var veiting fjögurra viðbótarlána.
  7. Umsókn tveggja hjóna um viðbótarlán til kaupa á íbúð í sameiningu hafnað þar sem nefndin telur að umsóknin samrýmist ekki reglum um veitingu viðbótarlána en þar segir að viðbótarlán séu ætluð til kaupa á íbúðarhúsnæði fyrir einstaklinga og eða fjölskyldu til eigin nota.
  8. Húsnæðisnefndin leggur til að biðlisti vegna félagslegra eignaríbúða verði aflagður og að einstaklingum á listanum verði sent bréf þess efnis.
  9. Húsnæðisnefndin leggur til að deildarstjóri húsnæðisdeildar óski eftir tilboðum frá fasteignasölum á Akureyri í sölu félagslegra íbúða.
  10. Kynning á stöðu mála leiguíbúða Akureyrarbæjar.

Fleira ekki gert.

Alfreð Almarsson
Jóhann G. Sigurðsson
Páll Jóhannesson
Eygló Birgisdóttir
Guðríður Friðriksdóttir
Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir 6. og 7. lið
Stefán Hallgrímsson sat fundinn undir 10. lið
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-