Húsnæðisnefnd

1987. fundur 30. maí 2000

Húsnæðisnefnd 30. maí 2000.
11. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 30. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Páll Jóhannsson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Úrskurðarbréf barst frá kærunefnd húsnæðismála dags. 17. 05. 2000 varðandi kæru um Melasíðu 4F. Deildarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
  2. Bréf barst dags. 25.05. 2000 frá Lögmannsstofu Marteins Mássonar ehf. varðandi Melasíðu 4F.
  3. Húsnæðisnefnd samþykkti beiðnir um kaup á Lindasíðu 4-705 og Vestursíðu 32B-102.
  4. Húsnæðisnefnd samþykkti að breyta Melasíðu 4I, Lindasíðu 4-705 og Hjallalundi 7G í leiguíbúð á 1% vöxtum.
  5. Húsnæðisnefnd fór yfir skýrsluna Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - Skýrsla um stöðu mála og leiðir til betri árangurs og leggur fram eftirfarandi tillögur við bæjarstjórn:

   a) Að teknar verði upp innheimtureglur samkvæmt meðfylgjandi greinagerð og að tryggingafé verði hækkað samsvarandi 2ja mánaða leigu og þetta taki gildi frá og með 1. júlí 2000.

   b) Að leiguverð hjá þeim sem leigja félagslegar kaupleiguíbúðir er uppfylla reglur um úthlutun leiguíbúða verði samræmt leiguverði leiguíbúða Akureyrarbæjar óski leigutaki eftir því. Gerður verður nýr leigusamningur og ákvæði um forkaupsrétt verði felld út. Aðrir leigusamningar um félagslegar kaupleiguíbúðir haldi gildi sínu og verði óbreyttir. Breytingin taki gildi 1. ágúst 2000.

   c) Að leigjendum verði tryggt öryggi og stöðuleiki í húsnæðismálum með gerð leigusamninga til þriggja ára í senn í stað eins árs. Að þessum þremur árum liðnum verður réttur leigjanda til leiguíbúða hjá Akureyrarbæ endurskoðaður.

  6. Lögð fram til kynningar greinagerð og tillögur nefndar um leigumarkað og leiguhúsnæði frá í apríl 2000.
  7. Tvær umsóknir um viðbótarlán samþykktar.
  8. Einni umsókn um viðbótarlán synjað vegna of hárra tekna.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Guðríður Friðriksdóttir
Stefán Hallgrímsson sat fundinn undir 5. lið
Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir 7. og 8. lið
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-