Húsnæðisnefnd

1988. fundur 13. júní 2000

Húsnæðisnefnd 13. júní 2000.
12. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 13. júní kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bréf hefur borist frá Félagsmálaráði, dags. 06.06.00, þar sem farið er fram á að nefndin tilnefni tengilið við sviðsstjóra félagssviðs v/undirbúningsvinnu að opinberri stefnumörkun í málefnum fjölskyldunnar. Nefndin tilnefnir starfsmann sinn, Guðríði Friðriksdóttur.
  2. Bréf hefur borist frá íbúum Lindasíðu 2, dags. 05.06.00, þar sem breytingu á íbúð nr. 205 í leiguíbúð er mótmælt. Starfsmanni er falið að svara erindinu.
  3. Bréf hefur borist frá leigjanda hjá Akureyrarbæ, dags. 30.05.00, þar sem óskað er eftir að systir fái leyfi til að flytja inn á viðkomandi. Beiðnin er samþykkt til eins árs.
  4. Bréf hefur borist frá leigjendum í leiguíbúð hjá Akureyrarbæ, dags. 08.06.00, er FÉSTA framleigir þeim til 20. ágúst 2000, þar sem óskað er eftir að leigusamningur verði framlengdur við þau milliliðalaust. Beiðninni er hafnað á forsendum úthlutunarreglna um leiguíbúðir Akureyrarbæjar.
  5. Húsnæðisnefnd samþykkti að breyta Melasíðu 4D-202 í leiguíbúð á 1% vöxtum.
  6. Húsnæðisnefnd samþykkti kauptilboð í Vestursíðu 30A-101.
  7. Beiðni um kaup á Melasíðu 3R-404 og Keilusíðu 12H-204 samþykkt.
  8. Þrjár umsóknir um viðbótarlán samþykktar.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-