Húsnæðisnefnd

1989. fundur 27. júní 2000

Húsnæðisnefnd 27. júní 2000.
13. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 27. júní kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Páll Jóhannsson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Beiðnir um kaup á eftirtöldum íbúðum: Drekagil 28 102, Skútagil 5 201, Litlahlíð 5d 101. Samþykkt.
  2. Kauptilboð vegna Grundargerðis 2f 101 og Snægils 5 301 samþykkt.
  3. Húsnæðisnefnd samþykkir að kaupa Dvergagil 2 og nýta sem leiguíbúð á 1% vöxtum.
  4. Þriðjudaginn 20.06.2000 voru opnuð tilboð í sölu félagslegra íbúða á almennum markaði. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

   a. Fasteignasalan Holt 1,10%
   b. Fasteignasalan Byggð 1,20%
   c. Fasteignasalan ehf. 1,25%
   d. Fasteigna og skipasalan 1,20%
   e. Fasteignasalan Eignakjör 1,25%
  5. Tvær umsóknir um viðbótarlán samþykktar.
  6. Einni umsókn um viðbótarlán hafnað vegna of hárra tekna.
  7. Ein beiðni um yfirtöku láns samþykkt.
  8. Lagt fram yfirlit yfir veitt viðbótarlán frá janúar til og með júní 2000.

Fleira ekki gert.

Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Guðríður Friðriksdóttir
Jón Heiðar Daðason
Ari Jóhann Sigurðsson
-fundarritari-