Húsnæðisnefnd

2346. fundur 15. nóvember 2000

Húsnæðisnefnd 15. nóvember 2000.
23. fundur.


Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 08.00 kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9, 1. hæð. Mætt voru: Jóhann Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Páll Jóhannsson, Eygló Birgisdóttir, Einar Hjartarson, Halla Margrét Tryggvadóttir og Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir liðum 7 og 8.

Þetta gerðist:

1. Fengist hefur vilyrði fyrir lánsheimild að upphæð kr. 60.000.000 vegna viðbótarlána og vonast húsnæðisnefnd eftir að hún anni eftirspurn ársins 2000.

2. Borist hefur fundarboð frá landssambandi húsnæðisnefnda, aðalfundur verður haldinn 24. nóvember í Gerðubergi. Nefndarmenn eru hvattir til að mæta.

3. Samþykktar 4 beiðnir um kaup samkvæmt lista.

4. Samþykkt að selja á frjálsum markaði, Borgarsíðu 11, Helgamagrastræti 53-405, Fögrusíðu 13C, Tröllagil 14-501.

5. Samþykkt kauptilboð í Helgamagrastræti 53-405.

6. Kauptilboð í Melasíðu 3F rift.
      Samþykkt að selja íbúðina á frjálsum markaði .
7. Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán skv. lista.
      00-193 Samþykkt.
00-194 Samþykkt.

8. Umræður um breytingar á starfsreglum um viðbótarlán.
      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9. Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálaráðs vegna endurskoðunar á reglum um úthlutun leiguíbúða.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 09.45.
Jóhann G. Sigurðsson Halla Margrét Tryggvadóttir
Alfreð Almarsson Jón Heiðar Daðason
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson