Húsnæðisnefnd

2446. fundur 13. desember 2000

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
25. fundur
13.12.2000 kl. 08:00 - 09:55
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Eygló Birgisdóttir
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir liðum 7 og 8.
1 Fulltrúar Framsóknarflokks í húsnæðisnefnd
Borist hefur tilkynning frá Famsóknarflokki um að Gísli Kr. Lórenzson hverfi úr húsnæðisnefnd. Páll Jóhannsson, Eyrarlandsvegi 8 tekur sæti sem aðalmaður og Björn Snæbjörnsson, Lerkilundi 25 tekur sæti sem varamaður.2 Varasjóður viðbótarlána
Borist hefur bréf dags. 5. desember 2000 frá Varasjóði viðbótarlána, þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlanir sveitarfélagsins um sölu á félagslegum íbúðum yfir á frjálsan markað.
Deildarstjóra húsnæðisdeildar falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.


3 Heimild til veitingar viðbótarlána 2001
2000120053
Erindi dags. 9. desember 2000 frá Íbúðalánasjóði, þar sem tilkynnt er að samþykkt hefur verið að veita Akureyrarbæ heimild til veitingar viðbótarlána á árinu 2001 að upphæð kr. 271.800.000, en sótt var um kr. 300.000.000.4 Fagrasíða 13 C
Lagt fram kauptilboð í Fögrusíðu 13 C.
Samþykkt.


5 Tröllagil 14, íbúð 501
Lagt fram kauptilboð í Tröllagil 14, íbúð 501.
Samþykkt.


6 Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar
1999060005
Tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Samþykkt.
Bæjarstjórn 19.12.2000


7 Umsóknir um viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán skv. lista.
Umsókn nr.

00-204 Samþykkt.
00-205 Samþykkt.
00-206 Synjað vegna skilyrða um hámarkskaupverð.
00-208 Synjað vegna núverandi tekna.
00-207 Samþykkt.8 Umsókn um undanþágu vegna viðbótarláns
Borist hefur bréf dags. 8. nóvember 2000 vegna umsóknar um viðbótarlán nr. 00-031, þar sem óskað er eftir undanþágu frá reglum um lokaúttekt vegna nýbyggingar.
Beiðni hafnað með tilvísun í starfsreglur húsnæðisnefndar vegna viðbótarlána.Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 09.55.