Húsnæðisnefnd

2468. fundur 21. desember 2000

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
26. fundur
21.12.2000 kl. 18:00 - 20:00


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Viðbótarlán
Beiðni um að umsókn um viðbótarlán nr. 00-208 sem var synjað á síðasta fundi verði tekin fyrir aftur og samþykkt.
Samþykkt.


2 Viðbótarlán
Beiðni um að umsókn um viðbótarlán nr. 00-206 sem synjað var á síðasta fundi verði tekin fyrir aftur og samþykkt.
Samþykkt.


3 Viðbótarlán
Umsókn um viðbótarlán nr. 00-210.
Samþykkt.


4 Úthlutun viðbótarlána árið 2000
Lagðar fram upplýsingar um úthlutun viðbótarlána á árinu 2000 og samanburður við árið 1999. Á árinu 2000 hafa verið veitt vilyrði fyrir 196 viðbótarlánum, þar af eru kr. 279.443.403 vegna nýrra lána og kr. 19.309.687 yfirtaka á eldri lánum. Alls bárust 212 umsóknir. Til ráðstöfunar á árinu voru kr. 280.000.000, ónýtt heimild er því kr. 556.597.