Húsnæðisnefnd

1949. fundur 14. janúar 1999

Húsnæðisnefnd 14. janúar 1999.
1. fundur.


Ár 1999, 14. janúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Páll Jóhannsson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

    1. Beiðni um kaup .....................
    Samþykkt.
    2. Bréf dags. 12. janúar 1999, þar sem húsnæðisnefnd óskar eftir túlkun Félagsmála-ráðuneytisins á því hvort einstaklingar sem hafa lagt inn umsókn fyrir 15. júní 1998, eigi rétt á því að kaupa sér íbúð eftir eldra kerfi, samkvæmt lögum nr. 97/1993.
    3. Húsnæðisnefnd samþykkir samning við Hyrnu um byggingu íbúða í Snægili 21 og 23 dags. 22.12. 1998.
    4. Rætt var um hvort og þá hvaða reglur húsnæðisnefnd setur fyrir veitingu viðbótarlána. Baldur bæjarlögmaður kom á fundinn og fór yfir málið með nefndarmönnum.

Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Páll Jóhannsson
Alfreð Almarsson
Guðríður Friðriksdóttir
Baldur Dýrfjörð