Húsnæðisnefnd

1950. fundur 28. janúar 1999

Húsnæðisnefnd 28. janúar 1999.
2. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 28. janúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Alfreð Almarsson, Jóhann G. Sigurðsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1.  Húsnæðisnefnd fór yfir drög að starfsreglum húsnæðisnefndar Akureyrar um veitingu viðbótarlána. Stefnt verður að því að húsnæðisnefnd samþykki reglur á næsta fundi.

2. Bréf dags. 20.01.1999 frá Félagsmálaráðuneytinu, svar við bréfi húsnæðisnefndar um meðferð umsókna er bárust húsnæðisnefnd fyrir 15. júní 1998.
Ákveðið var að taka saman lista yfir þær umsóknir sem bárust fyrir 15. júní 1998 og senda Íbúðalánasjóði. Á grundvelli bréfs þessa samþykkir húsnæðisnefnd að úthluta þeim einstaklingum sem fengið höfðu greiðslumat og loforð um íbúð fyrir 15. júní 1998.

3. Beiðni um kaup á fimm íbúðum samkvæmt lista.
Samþykkt.

4. Samþykkt úthlutun á þremur íbúðum, með fyrirvara.

5. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir að senda öllum þeim einstaklingum, sem eiga inni umsókn hjá nefndinni, bréf sem kynnir rétt þeirra samkvæmt nýjum lögum um húsnæðismál.

6. Húsnæðisnefnd samþykkir að taka við umsóknum um leiguíbúðir frá þeim einstaklingum sem ekki fá greiðslumat til að kaupa íbúð á frjálsum markaði. Ákveðið var að þeir sem eiga inni umsókn hjá húsnæðisnefnd og hafa ekki greiðslugetu til að kaupa sér íbúð, endurnýi umsókn sína en haldi fyrri röð á biðlista.

7. Bréf dags. 21. janúar 1999 þar sem Íbúðalánasjóður tilkynnir að stjórn Íbúðalánasjóðs hafi samþykkt að veita húsnæðisnefnd Akureyrar viðbótarlán að fjárhæð kr. 220.500.000. Lánin komi til greiðslu þegar sveitarfélagið hefur innt af hendi framlag sitt í varasjóð viðbótarlána. Framlagið nemur 5 % af fjárhæð viðbótarlána.

Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Alfreð Almarsson
Guðríður Friðriksdóttir