Húsnæðisnefnd

1953. fundur 18. febrúar 1999

Húsnæðisnefnd 18. febrúar 1999.
5. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 18. febrúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að

Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Eygló Birgisdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Páll Jóhannsson, Gísli Kr. Lórenzson og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bréf dags. 11. febrúar 1999 frá Nýsi h.f. ráðgjafaþjónustu, þar sem óskað er eftir upplýsingum um óseldar eignaríbúðir hjá sveitarfélögum í landinu. Einnig er beðið um áætlaðan fjölda innleystra félagslegra eignaríbúða á næstu sex mánuðum.
  Forstöðumanni falið að svara erindinu.
  2. Bréf dags. 5. febrúar 1999 þar sem Íbúðalánasjóður tilkynnir upphæð lána til leiguíbúða fyrir árið 1999. Fjárhæð lána er kr. 75.600.000 til 50 ára á 1 % vöxtum. Einnig lánar sjóðurinn allt að kr. 7.600.000 með 2,4 % vöxtum til 50 ára. Sú fjárhæð kemur til viðbótar áhvílandi lánum sem hvíla áfram á eignunum þegar félagslegum íbúðum er breytt í leiguíbúðir.
  3. Bréf frá Hauki Haraldssyni vegna Snægils 2-36, þar sem hann óskar eftir viðbótargreiðslu vegna gerðar eignaskiptasamninga í Snægili.
  Þar sem kostnaður við gerð eignaskiptasamninga er innifalin í hönnunarsamningi hafnar húsnæðisnefnd erindinu.
  4. Beiðni um nafnaskipti á félagslegri íbúð.
  .......................................
  Samþykkt.
  5. Bréf dags. 16.02. 1999.
  .......................................
  6. Beiðni um kaup á fimm íbúðum og uppsögn á leigu á einni félagslegri kaupleiguíbúð. Samþykkt.
  7. Formaður kynnti fyrir nefndarmönnum "Greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál".
  8. Húsnæðisnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úthlutun leiguíbúða verði sett á einn stað. Úthlutunarreglur verði þannig, að umsækjendur um leiguíbúðir fái númer á biðlista, um leið og sótt er um, sem ráði við úthlutun, þegar íbúð losnar. Hægt verði, ef sérstakar aðstæður kalla á, að taka umsóknir fram fyrir á biðlista, í ákveðinn fjölda íbúða á ári. Ljóst er að hagur einstaklinga er að fá sem bestar upplýsingar um húsnæðismál sín á einum stað. Þjónustan þarf einnig að vera aðgengileg og einstaklingum þarf að vera ljós sinn réttur. Reglur sem unnið er eftir þurfa að vera opinberar og auðskiljanlegar.
  Húsnæðisnefnd leggur til að teknar verði upp húsaleigubætur á leiguíbúðir Akureyrarbæjar. Þann 1. janúar 2000 eiga allir leigjendur rétt á húsaleigubótum. Ljóst er að ekki er langur tími til stefnu, þar sem breyta þarf húsaleigusamningum.
  Markmið með rekstri leiguíbúða er að tryggja einstaklingum öryggi í húsnæðismálum, veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni á viðráðanlegum kjörum. Betra er fyrir Akureyrarbæ að greiða minna með rekstri íbúðanna og geta þannig tryggt að fleiri einstaklingar komist í öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
  9. Húsnæðisnefnd felur starfsfólki að afgreiða umsóknir um viðbótarlán samkvæmt samþykktum starfsreglum. Undanþáguheimildir frá tekju- og eignamörkum fari fyrir húsnæðisnefnd til afgreiðslu.
  10. Samþykkt úthlutun á þremur íbúðum samkv. lista.

Gísli og Jóhanna fóru af fundi eftir 9. lið.

Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Gísli Kr. Lórenzson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Guðríður Friðriksdóttir