Húsnæðisnefnd

1955. fundur 04. mars 1999

Húsnæðisnefnd 4. mars 1999.
7. fundur.


Ár 1999, 4. mars kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Beiðni um kaup á tveimur félagslegum íbúðum samkvæmt lista.

   Samþykkt.
  2. Bréf dags. 17. febrúar 1999, þar sem ................................... óskar eftir undanþágu frá tekjumörkum.
  Húsnæðisnefnd samþykkir undanþágu, þar sem umsóknin uppfyllir reglur fyrir veitingu viðbótarlána.
  3. Úthlutun á þremur íbúðum þar af einni félagslegri kaupleiguíbúð til leigu.
  Samþykkt.
  4. Húsnæðisnefnd fór í myndatöku á Ljósmyndastofu Páls, að fundi loknum.

Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Alfreð Almarsson
Guðríður Friðriksdóttir