Húsnæðisnefnd

1957. fundur 08. apríl 1999

Húsnæðisnefnd 8. apríl 1999.
9. fundur.


Ár 1999, 8. apríl kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Páll Jóhannsson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Beiðni um kaup á sex íbúðum samkv. lista.
  Samþykkt.
  2. Húsnæðisnefnd samþykkir kauptilboð í .............................. dags. mars 1999.
  3. Bréf dags. 24. mars 1999 frá Sambandi íslenskra sveitafélaga, þar sem tilkynnt var um skipun í starfshóp um innlausn og sölu íbúða út úr félagslega kerfinu.
  4. Bréf dags. 28. mars 1999 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem stjórn varasjóðs (viðbótarlána) samþykkir kauptilboð í ............................ og .....................................
  5. Bréf dags. 25. mars 1999 frá Félagsmálaráðuneytinu, svar við fyrirspurn húsnæðisnefndar, vegna reglugerðar um varasjóð.
  6. 5 umsóknir um viðbótarlán frá:
  ........................................................... samþykktar.

   Umsókn um viðbótarlán frá:
   ........................................................... hafnað.
  7. Samþykkt að selja þrjár íbúðir á almennum markaði og breyta tveimur íbúðum í leiguíbúðir, á uppreiknuðu verði á 2,4% vöxtum, og breyta einni íbúð í leiguíbúð á markaðsverði á 1% vöxtum.
  8. Úthlutað til kaups þremur félagslegum eignaríbúðum.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Alfreð Almarsson
Guðríður Friðriksdóttir