Húsnæðisnefnd

1959. fundur 12. maí 1999

Húsnæðisnefnd 12. maí 1999.
11. fundur.


Ár 1999, 12. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Formaður kynnti drög að reglum um úthlutun leiguíbúða.

2. Tekið var fyrir bréf dags. 3. maí 1999, vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 1999 og gerð þriggja ára áætlunar 2000-2002. Forstöðumaður vinnur að endurskoðun fjárhagsáætlunar og sendir fjármálastjóra.

3. Á fundi bæjarstjórnar 20. apríl 1999, vísaði bæjarstjórn erindi frá Félagsstofnun stúdenta vegna leiguíbúða til húsnæðisnefndar.
Forstöðumanni falið að ræða við formann FESTA nánar um erindið.

4. Húsnæðisnefnd samþykkir kauptilboð í ................. og ........................

5. Beiðni um kaup á fjórum íbúðum, samkvæmt lista.
Samþykkt.

6. Húsnæðisnefnd Akureyrar, barst bréf frá kærunefnd húsnæðismála vegna kæru ..................................... Kæran lýtur að höfnun húsnæðisnefndar að mæla með veitingu viðbótarláns. Kærunefnd óskar eftir að húsnæðisnefnd sendi allar upplýsingar um meðferð málsins hjá húsnæðisnefnd, öll gögn, starfsreglur húsnæðisnefndar og að tekin verði afstaða til kærunnar.
Forstöðumanni falið að afgreiða málið.

7. Bréf dags. 11.05.1999 frá ............................ og ........................ þar sem þau óska eftir því að húsnæðisnefnd endurskoði afstöðu sína til umsóknar um viðbótarlán. Húsnæðisnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína bókaða á fundi 29. apríl 1999.

8. Samþykkt úthlutun á þremur íbúðum skv. lista. Samþykkt að selja tvær íbúðir á frjálsum markaði og breyta einni í leiguíbúð.

Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Guðríður Friðriksdóttir