Húsnæðisnefnd

1960. fundur 27. maí 1999

Húsnæðisnefnd 27. maí 1999.
12. fundur.


Ár 1999, 27. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Páll Jóhannsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Einar Hjartarson og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Bréf dags. 25. maí 1999, frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem stjórn Varasjóðs samþykkir sölu á níu íbúðum með fyrirvara um endanlegt uppgjör.

2. Bréf dags. 11. maí 1999, frá ..........................
Forstöðumanni falið að svara bréfinu.

3. Farið var yfir drög að reglugerð um lán til leiguíbúða.
Forstöðumanni falið að taka saman umsögn um málið og senda Félagsmálaráðuneytinu.

4. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar.

5. Beiðni um kaup á tíu íbúðum, samkvæmt lista.
Samþykkt.

6. Samþykkt úthlutun á fjórum íbúðum samkvæmt lista. Samþykkt að breyta þremur íbúðum í leiguíbúðir á 2,4 % vöxtum. Samþykkt að selja tvær íbúðir á frjálsum markaði.

7. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir viðbótarlán til ............................. kt. .................. og ......................... kt. ................................................. vegna kaupa.

Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir viðbótarlán til .......................... kt. ................... og .................................. vegna kaupa.

8. Húsnæðisnefnd samþykkir að leigja Félagsstofnun stúdenta fimm til tíu íbúðir á 2,4 % vöxtum. Íbúðirnar leigjast til eins árs.


Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Guðríður Friðriksdóttir