Húsnæðisnefnd

1962. fundur 24. júní 1999

Húsnæðisnefnd 24. júní 1999.
14. fundur.


Ár 1999, 24. júní kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Höskuldur Jóhannesson, Halla Margrét Tryggvadóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Formaður beinir þeim tilmælum til nefndarmanna að komist þeir ekki á boðaðan nefndarfund, að boða þá varamenn í sinn stað. Jafnframt að virða boðaðan fundartíma.

2. Beiðni um kaup á tveimur íbúðum samkv. lista.
Samþykkt.

3. Samþykkt kauptilboð í ......................

4. Húsnæðisnefnd samþykkir viðbótarlán til ....................... vegna kaupa á ..................
Húsnæðisnefnd samþykkir viðbótarlán til ................ ......vegna kaupa á ...................
Húsnæðisnefnd samþykkir viðbótarlán til ..................... vegna kaupa á .....................

5. Samþykkt er að breyta Keilusíðu 10-K 303 og Vestursíðu 24-101 í leiguíbúðir og leigja Félagsstofnun stúdenta í 1 ár.

6. Húsnæðisnefnd samþykkir að selja Melasíðu 5-I, Drekagil 28-202, Skútagil 7-201, Helgamagrastræti 53-303 og Vestursíðu 1-D á frjálsum markaði.

7. Forstöðumaður kynnti afskriftir af verði félagslegra íbúða á Akureyri.

8. Formaður þakkaði Guðríði Friðriksdóttur fyrir hönd húsnæðisnefndarinnar fyrir vel unnin störf á undanförnum árum. Frá og með 1. júlí 99 er starf forstöðumanns skrifstofunnar lagt niður vegna breytinga á starfsemi skrifstofunnar. Frá sama tíma mun Guðríður fara í sex mánaða námsleyfi. Guðríði er óskað velfarnaðar og vonast nefndin eftir fá að njóta starfskrafta hennar að loknu námsleyfi. Frá sama tíma mun Halla Margrét Tryggvadóttir sinna þeim störfum sem snúa að húsnæðisnefnd og er hún boðin velkomin til starfa.

9. Húsnæðisnefnd samþykkir að Magnús Garðarsson hafi umsjón með framkvæmdum í Snægili.

  Fleira gerðist ekki.

  Jóhann G. Sigurðsson
  Alfreð Almarsson
  Höskuldur Jóhannesson
  Halla Margrét Tryggvadóttir
  Guðríður Friðriksdóttir