Húsnæðisnefnd

1966. fundur 19. ágúst 1999

Húsnæðisnefnd 19. ágúst 1999.
18. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 19. ágúst kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Gísli Kr. Lórenzson, Einar Hjartarson, Eygló Birgisdóttir og Halla Margrét Tryggvadóttir.

Þetta gerðist:

    1. Húsnæðisnefnd samþykkir veitingu 3ja viðbótarlána skv. lista.
    2. Húsnæðisnefnd hafnar veitingu 1 viðbótarláns skv. lista.
    3. Húsnæðisnefnd frestar 1 umsókn um viðbótarláns skv. lista og óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum.
    4. Umræða um breytt ferli umsókna. Formaður ræddi á fundinum við Guðmund Bjarnason, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs í síma og í framhaldi af því er formanni og forstöðumanni Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri falið að gera drög að nýjum starfsreglum húsnæðisnefndar Akureyrar.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Kristín Gunnarsdóttir
- fundarritari -