Húsnæðisnefnd

1967. fundur 02. september 1999

Húsnæðisnefnd 2. sepember 1999.
19. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 2. september kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson og Eygló Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Magnús Garðarsson eftirlitsmaður nýbygginga við Snægil mætti á fundinn og kynnti stöðu mála.
  2. Samþykkt beiðni um kaup á fjórum íbúðum.
  3. Samþykkt að selja á frjálsum markaði Vestursíðu 32 – 101, Vestursíðu 10 – 201 og Melasíðu 3 - 301.
  4. Samþykkt kauptilboð á frjálsum markaði í sjö íbúðir, skv. lista.
  5. Umræður um breytt ferli Íbúðalánasjóðs v/ viðbótarlána og endurskoðun á starfsreglum húsnæðisnefndar.
  Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.
  Ákveðið var að óska eftir fundi með Guðmundi Bjarnasyni forstöðumanni Íbúðalánasjóðs.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir