Húsnæðisnefnd

1969. fundur 14. september 1999

Húsnæðisnefnd 14. september 1999.
21. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 14. september kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson og Jóhanna Ragnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Húsnæðisnefnd Akureyrar lýsir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um innlausn og sölu íbúða út úr félagslega íbúðakerfinu, en bendir jafnframt á að í tillögurnar vanti að hægt verði að breyta innleystum íbúðum í leiguíbúðir, með yfirtöku á áhvílandi lánum á 2,4% vöxtum á markaðsverði
  2. Bréf frá Íbúðalánasjóði varðandi afgreiðslu viðbótarlána, dags. 6. september 1999, um breytingar sem tóku gildi 20. ágúst 1999. Húsnæðisnefnd mótmælir þeim vinnubrögðum Íbúðalánasjóðs sem höfð voru í þessu máli, þar sem Íbúðalánasjóður breytir reglum sem varða húsnæðisnefndir án þess að hafa samráð við nefndirnar.
  3. Þar sem fjárhæðin sem húsnæðisnefnd hefur til ráðstöfunar til veitingu viðbótarlána er uppurin, óskar húsnæðisnefnd eftir 50 lánsheimildum til viðbótar frá Íbúðalánasjóði vegna ársins 1999.
  4. Húsnæðisnefnd leggur til að sótt verði um 220 lánsheimildir til Íbúðalánasjóðs v/viðbótarlána fyrir árið 2000.
  5. Húsnæðisnefnd leggur til að sótt verði um lánsheimildir til Íbúðalánasjóðs vegna kaupa á 50 leiguíbúðum fyrir árið 2000.
  6. Samþykkt beiðni um kaup á einni íbúð.
  7. Samþykkt að selja Keilusíðu 10B á frjálsum markaði.
  8. Samþykkt að endurleigja eina kaupleiguíbúð til leigu.
  9. Tveimur umsóknum um viðbótarlán hafnað, samkvæmt lista.
  10. Fjórum umsóknum um viðbótarlán samkvæmt lista, samþykkt.
  11. Afgreiðslu einnar umsóknar um viðbótarlán frestað.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir