Húsnæðisnefnd

1972. fundur 26. október 1999

Húsnæðisnefnd 26. október 1999.
25. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 26. október kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Eygló Birgisdóttir, Einar Hjartarson, Páll Jóhannsson og Halla Margrét Tryggvadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt beiðni um kaup á einni íbúð skv. lista.
  2. Samþykkt að veita fjögur viðbótarlán skv. lista.
  3. Á fundi húsnæðisnefndar þann 14.09. 1999 var samþykkt að óska eftir 50 nýjum lánsheimildum frá Íbúðalánasjóði til úthlutunar viðbótarlánum þar sem lánsloforð voru uppurin.
  Bæjarráð samþykkti fundargerð húsnæðisnefndar þann 23.09. 1999.

   Þann 31.09. 1999 úthlutaði Íbúðalánasjóður húsnæðisnefnd Akureyrar aðeins helmingi þeirra lána sem óskað var eftir eða 25 nýjum lánsloforðum.
   Þar sem þessi lánsloforð eru nú uppurin felur húsnæðisnefnd forstöðumanni að óska eftir við Íbúðalánasjóð 25 nýjum lánsloforðum í samræmi við fyrri samþykkt húsnæðisnefndar og bæjarráðs.
  4. Samþykkt kauptilboð í Sunnuhlíð 19D, Melasíðu 1-203 og Huldugil 46-101.

Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson
Eygló Birgisdóttir
Alfreð Almarsson
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-