Húsnæðisnefnd

1974. fundur 16. nóvember 1999

Húsnæðisnefnd 16. nóvember 1999.
27. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 16. nóvember kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Alfreð Almarsson, Gísli Lórenzson, Eygló Birgisdóttir, Elín Antonsdóttir, Einar Hjartarson og Halla Margrét Tryggvadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Húsnæðisnefnd telur fulla ástæðu til þess að kanna túlkun Íbúðalánasjóðs á greiðslu á kröfum sem frumvörp til úthlutunar ,, … á söluverði eigna gera ráð fyrir, …" skv. bréfi frá Íbúðalánasjóði dags. 29. október 1999.
  Forstöðumanni falið að fylgja málinu eftir.
  2. Bréf barst frá hússtjórn húsfélagsins við Helgamagrastræti 53 dags. 31.10. 1999, móttekið 08.11. 1999, þar sem spurt er um ábyrgð húsnæðisnefndar vegna þakleka.
  Bæjarlögmanni falið að kanna málið.
  3. Samþykkt beiðni um kaup á einni íbúð.
  4. Samþykkt kauptilboð í Fögrusíðu 1B.
  5. Samþykkt veiting sex viðbótarlána skv. lista.
  6. Tveimur umsóknum um viðbótarlán synjað, þar sem önnur uppfyllti ekki kröfur um eigna- og tekjumörk og hin ekki kröfur um tekjumörk.

Fleira ekki gert.

Jóhann G Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
- fundarritari -