Húsnæðisnefnd

1975. fundur 30. nóvember 1999

Húsnæðisnefnd 30. nóvember 1999.
27. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 30. nóvember kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Páll Jóhannsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Einar Hjartarson og Halla Margrét Tryggvadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Borist hefur bréf um að félagsmálaráðherra hefur skipað samráðsnefnd um framkvæmd laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.
  2. Lagt var fram svar bæjarlögmanns dags. 21.11. 1999 við bréfi frá Eiríki Björgvinssyni f.h. hússtjórnar húsfélagsins við Helgamagrastræti 53 dags. 31.10.1999, móttekið 08.11.1999, um þakleka.
  3. Forstöðumaður lagði fram greinagerð við fyrirspurn frá framkvæmdanefnd um rekstur fasteigna bæjarins.
  4. Samþykkt beiðni um kaup á einni íbúð.
  5. Samþykkt að selja fjórar íbúðir á frjálsum markaði skv. lista.
  6. Samþykkt að breyta einni íbúð í leiguíbúð skv. lista.
  7. Beiðni um kaup á einni íbúð dregin til baka.
  8. Samþykkt að veita 8 viðbótarlán.
  9. Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem húsnæðisnefnd er úthlutað 25 lánsloforðum v/viðbótarlána,sem óskað var eftir þann 26. október. Áður hafði borist óformlegt svar (húsnæðisnefnd 2. nóvember) um 15 lánsloforð af þeim 25 sem sótt var um.
  10. Lögð var fram verkfundargerð v/ Snægils 21 og 23 frá 4. verkfundi. Sýnilegt er að verkið er á eftir áætlun og felur húsnæðisnefnd forstöðumanni og eftirlitsmanni að ræða við verktaka og hraða verkinu sem kostur er.
  11. Umræður um starfsreglur og starfsáætlun.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert.

Jóhann Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Páll Jóhannsson
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
- fundarritari -