Húsnæðisnefnd

2784. fundur 01. október 1998

Húsnæðisnefnd 1. október 1998.


19. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 1. október kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.
Mættir voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á tveimur íbúðum samkvæmt lista.
Samþykkt.
  2. Afþökkun á þremur íbúðum samkvæmt lista.
   3. Beiðni um nafnaskipti ..............
     Samþykkt með fyrirvara.
    4. Beiðni um nafnaskipti ..............
    Samþykkt með fyrirvara.

    5. Beiðni um nafnaskipti ..............
    Samþykkt með fyrirvara.

    6. Bréf dags. 18. september 1998, frá Húsnæðismálastjórn, þar sem hún tilkynnir að samþykkt hafi verið að greiða úr Tryggingarsjóði kr. 770.000 til greiðslu á kostnaði vegna viðgerða á lóð í Vestursíðu 26-30 á Akureyri.

    7. Húsnæðisnefnd Akureyrar áætlar að um 150 einstaklingar hafi þörf fyrir viðbótarlán á árinu 1999. Þörf fyrir leiguíbúðir mun aukast mikið við gildistöku laga um húsnæðismál og áætlar húsnæðisnefnd að fjölga þurfi leiguíbúðum allt að 50 á næsta ári.
      Forstöðumaður tekur saman greinargerð og sendir til undirbúningsnefndar um stofnun Íbúðalánasjóðs.
    8. Úthlutun á fimm íbúðum og ein skipti í Snægili.
    Samþykkt.


    Fleira gerðist ekki.

    Jóhann G. Sigurðsson
    Guðríður Friðriksdóttir.
    Eygló Birgisdóttir
    Einar Hjartarson
    Alfreð Almarsson