Húsnæðisnefnd

2795. fundur 12. nóvember 1998

Húsnæðisnefnd 12. nóvember 1998.


22. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 12. nóvember kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á þremur íbúðum samkvæmt lista.
   Samþykkt.

2. Bréf dags. 4. nóvember 1998.
   .......................................

3. Samþykkt úthlutun á tíu íbúðum þar af tvær félagslegar kaupleiguíbúðir til leigu.

4. Forstöðumaður fór yfir starf Húsnæðisskrifstofunnar.
   Lögð var fram greinargerð um málið. Farið var yfir fjárhagsáætlun næsta árs.
   Fram kom að nokkur óvissa er um reksturinn á næsta ári þegar ný lög um húsnæðismál taka gildi.

5. Formaðurinn kynnti erindisbréf fyrir vinnuhóp um húsnæðismál.

6. Bréf dags. 11. nóvember 1998 frá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. þar sem óskað er eftir að gerður verði verklokasamningur við stofuna um eftirlit í Snægili.
   Nefndin felur forstöðumanni og formanni nefndarinnar að ganga frá verklokasamningi við stofuna og jafnframt þakkar Húsnæðisnefnd Akureyrar stofunni fyrir gott samstarf við hönnun og eftirlit í Snægili.
   Húsnæðisnefnd felur forstöðumanni að sjá um eftirlit við lokaáfangann í Snægili.
  7. Kynnt var fundargerð vegna kaupa húsnæðisnefndar á fjórum íbúðum í Snægili 21 og 23. Stefnt er að því að allar teikningar liggi fyrir 8. desember 1998 og þá verði skrifað undir samning.
  Nefndin felur forstöðumanni og formanni að skrifa undir samninginn.


  Fleira gerðist ekki.

  Jóhann G. Sigurðsson
  Guðríður Friðriksdóttir
  Alfreð Almarsson
  Einar Hjartarson
  Gísli Kr. Lórenzson
  Eygló Birgisdóttir