Húsnæðisnefnd

2800. fundur 06. ágúst 1998

Húsnæðisnefnd 6. ágúst 1998.


14. fundur.

Ár 1998, 6. ágúst kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á Keilusíðu 9d, frá ................ dags. 30.07. 1998.
Samþykkt.

Beiðni um kaup á Melasíðu 3c frá .................. dags. 30.07. 1998.
Samþykkt.

2. Bréf dags. 27. júlí 1998 frá Guðmundi Þór Ásmundssyni skólafulltrúa.
Forstöðumanni falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

3. Úthlutun á 6 íbúðum, þar af tvær til leigu samkvæmt lista.
Samþykkt.

--------------------------------------
Bæjarráð (13.08. 1998) afgreiddi fundargerðina á eftirfarandi hátt:
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Fleira gerðist ekki.

Alfreð Almarsson
Guðríður Friðriksdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir