Húsnæðisnefnd

2804. fundur 25. maí 1998

Húsnæðisnefnd 28. apríl 1998.


7. fundur.

Ár 1998, 28. apríl kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. Bréf dags. 31. mars 1998 frá Húsnæðisstofnun ríkisins, þar sem Húsnæðismálastjórn samþykkir að greiða úr Tryggingarsjóði um kr. 1.380.000 til greiðslu á kostnaði við viðgerðir í Drekagili 28 á Akureyri.

2. Beiðni um nafnaskipti.
Samþykkt.

3. Beiðni um kaup skv. lista, samtals níu íbúðir.
Samþykkt.

4. Samþykkt úthlutun á 11 íbúðum samkv. lista.

5. Lögð fram greinargerð " Minnisblað um reglur um útboð" dags. 24. apríl 1998
      frá bæjarlögmanni.

6. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir að taka upp viðræður við byggingarfélagið Hyrnu ehf. um byggingu á 16 íbúðum í lokaáfanganum í Snægili.
      ---------------------------------------
Bæjarráð (28.04. 1998) vísar samþykkt húsnæðisnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Fleira gerðist ekki.

Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Konráð Alfreðsson
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Hilmir Helgason
Jóhann Möller