Húsnæðisnefnd

2806. fundur 26. mars 1998

Húsnæðisnefnd 26. mars 1998.


6. fundur.

Ár 1998, 26. mars kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. Bréf dags. 6. mars 1998 frá bæjarráði vegna byggingar félagslegra íbúða við Snægil.

2. Bréf dags. 12. febrúar 1998 vegna umsóknar húsnæðisnefndar um Eiðsvallagötu 34-38.
Bygginganefnd samþykkti að veita Fjölni ehf. lóðina og öðrum umsóknum hafnað.

3. Landssamtök húsnæðisnefnda boða til fundar laugardaginn 28. mars 1998 kl. 11.00.
      Stefnt skal að því að fulltrúar frá nefndinni mæti á fundinn.

4. ....................................
      Samþykkt.

5. Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar hefur farið yfir frumvarp til laga um húsnæðismál og tekið saman umsögn sem send verður félagsmálanefnd Alþingis og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Afrit verður sent með fundargerð til bæjarráðs.

6. Úthlutun á átta íbúðum, þar af tvær félagslegar kaupleiguíbúðir til leigu.


Fleira gerðist ekki.

Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Hilmir Helgason
Páll Jóhannsson
Jóhann Möller
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Konráð Alfreðsson
Jóhanna Ragnarsdóttir