Húsnæðisnefnd

2808. fundur 21. september 1998

Húsnæðisnefnd 21. september 1998.


18. fundur.

Ár 1998, mánudaginn 21. september var fundur á Fosshótel KEA boðaður af Húsnæðis-skrifstofunni á Akureyri.
Markmiðið með fundinum var að kynna húsnæðisnefnd og bæjarstjórn löggjöf um húsnæðismál og reyna að leggja mat á hvaða áhrif hún hefur fyrir Akureyrarbæ og einstaklinga.
Mætt voru frá bæjarstjórn: Kristján Þór Júlíusson, Þórarinn B. Jónsson, Sigurður J. Sigurðsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Ásgeir Magnússon, Oktavía Jóhannesdóttir og Sigfríður Þorsteinsdóttir.
Mætt voru frá húsnæðisnefnd: Jóhann G. Sigurðsson, Páll Jóhannsson, Alfreð Almarsson, Eygló Birgisdóttir, Einar Hjartarson og Jóhanna Ragnarsdóttir.
Dan Brynjarsson og Baldur Dýrfjörð frá Akureyrarbæ og Guðrún Sigurðardóttir, Halla M. Tryggvadóttir og Guðríður Friðriksdóttir frá Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri.

Þetta gerðist:

Formaður húsnæðisnefndar Akureyrar, Jóhann G. Sigurðsson setti fundinn.
Guðríður Friðriksdóttir forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar fór yfir ný lög um húsnæðismál sem taka gildi um næstu áramót. Baldur Dýrfjörð ræddi ábyrgðir sveitarfélaga í lögunum.
Fram kom að margt er enn óákveðið í lögunum og á að ákveðast í reglugerð eða af stjórn sjóðsins. Á fundinum var farið yfir ábyrgð sveitarfélaga á viðbótarláni við gildistöku nýrra laga. Félagsleg aðstoð í húsnæðismálum mun í auknum mæli færast til sveitarfélaga. Við gildistöku laganna mun þeim einstaklingum fjölga verulega sem þurfa á leiguhúsnæði að halda hjá Akureyrarbæ, þar sem lánum til félagslegra íbúða verður hætt. Fjármögnun til leiguíbúða er ótrygg og því erfitt að sjá fyrir hvernig hægt verður að tryggja nægjanlegt framboð leiguhúsnæðis. Ljóst er að fjölgun leiguíbúða hefur í för með sér verulegan kostnað og lántöku. Einnig kom fram á fundinum að stjórn varasjóðsins ákveður út frá fjárlögum hvers árs hvað varasjóður greiðir niður stóran hluta af lækkun á íbúðarverði og því fylgir mikil óvissa fyrir sveitarfélögin um hver þeirra hlutur verður. Ákveðið var að fara nánar yfir málið þegar reglugerð sem fylgja á lögunum liggur fyrir.

Fundi slitið.

Jóhann G. Sigurðsson
Guðríður Friðriksdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir