Húsnæðisnefnd

2810. fundur 19. október 1998

Húsnæðisnefnd 19. október 1998.


20. fundur.

Ár 1998, mánudaginn 19. október kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á fjórum íbúðum samkvæmt lista.
Uppsögn á félagslegri kaupleiguíbúð í leigu .......................
Samþykkt.

2. Afþökkun dags. 05.10.1998..................................................

3. Bæjarstjórn Akureyrar tilkynnti húsnæðisnefnd að breyting væri á nefndarskipan Framsóknarflokksins.
      Að ósk varafulltrúa í húsnæðisnefnd er honum veitt lausn frá starfi, en í hans stað er skipaður varafulltrúi Höskuldur V. Jóhannesson kt. 270567-4369.
4. Landssamband húsnæðisnefnda boðar til ársfundar laugardaginn 31. október 1998. Gunnar S. Björnsson formaður undirbúningsnefndar um stofnun Íbúðalánasjóðs, mun koma á fundinn og kynna útfærslu laga um húsnæðismál.
Samþykkt var að allir aðalfulltrúar í húsnæðisnefnd og forstöðumaður færu á fundinn.

5. Á fundi bæjarráðs 15. október 1998 var samþykkt að fela húsnæðisnefnd að auglýsa eftir tilboðum í fjórar félagslegar íbúðir.
      Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir að auglýsa eftir notuðum eða nýjum íbúðum til kaups vegna fjögurra framkvæmdalána ársins 1998. Óska á eftir tveimur fjögurra herbergja íbúðum og tveimur fimm herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum. Á fundinum kom fram sá vilji húsnæðisnefndar að dreifa félagslegum íbúðum í öll hverfi bæjarins eftir því sem hægt er.


Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Guðríður Friðriksdóttir.
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Gísli Kr. Lórenzson
Alfreð Almarsson