Húsnæðisnefnd

2811. fundur 17. september 1998

Húsnæðisnefnd 17. september 1998.


17. fundur.

Ár 1998, 17. september kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup ...............................
Samþykkt.

2. Bréf dags. 28.08.1998 frá undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs, undirritað af formanni nefndarinnar Gunnari S. Björnssyni. Með bréfinu óskar undirbúningsnefndin eftir því við sveitarstjórn að hún áætli þörf fyrir viðbótarlán. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um áætlanir sveitarfélags um lán til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.
Afgreiðslu frestað.

3. Húsnæðisnefnd samþykkir að taka upp viðræður við Fjölni ehf. um kaup á fjórum íbúðum við Eiðsvallagötu.
      ---------------------------------------
Bæjarráð (15.10. 1998) felur húsnæðisnefnd að auglýsa eftir tilboðum í fjórar félagslegar íbúðir.

4. Úthlutun á fjórum íbúðum og þar af einni til leigu með hlutareign.
Samþykkt.


Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Guðríður Friðriksdóttir
Einar Hjartarson
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir