Húsnæðisnefnd

2812. fundur 17. mars 1998

Húsnæðisnefnd 17. mars 1998.


5. fundur.

Ár 1998, 17. mars kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. Farið var yfir frumvarp til laga um húsnæðismál. Ljóst er að mörgum spurningum er ósvarað um hvaða áhrif þetta frumvarp hefur á rekstur sveitarfélaga og hag fjölskyldna.
   Húsnæðisnefnd leggur áherslu á að hér er um að ræða miklar breytingar á húsnæðislöggjöf landsmanna sem þarf að undirbúa vel.
   Mikilvægt er að skoðað verði hvað útgjöld sveitarfélaga aukast mikið við þessa breytingu.
   Nefndin óttast að hér sé verið að þrengja verulega möguleika fjölskyldna og einstaklinga til að eignast sína eigin íbúð og tryggja sér þannig öryggi í húsnæðismálum.
   Nefndin mun vinna áfram að yfirferð á frumvarpinu.
2. Borist hafa bréf dags. 11. og 12. mars 1998 frá félagsmálanefnd Alþingis og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar vegna Frumvarps til laga um húsnæðismál. Óskað er eftir að svar berist fyrir 25. mars 1998.

3. Bréf dags. 6. mars 1998 frá bæjarráði vegna samræmdra reglna um leigu á íbúðum Akureyrarbæjar.

4. Beiðni um kaup á tveimur íbúðum samkvæmt lista.
   Samþykkt.


Fleira gerðist ekki.

Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Konráð Alfreðsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Páll Jóhannsson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Hilmir Helgason
Jóhann Möller