Húsnæðisnefnd

2814. fundur 28. maí 1998

Húsnæðisnefnd 28. maí 1998.


9. fundur.

Ár 1998, 28. maí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. ...................................................
2. ....................................................
3. Bréf dags. 13. maí 1998, frá húsnæðismálastjórn, þar sem tilkynnt var að bæjarstjórn Akureyrar hefði verið veitt framkvæmdalán úr B. V. til byggingar/ kaupa á 12 félagslegum eignaríbúðum, 2 félagslegum leiguíbúðum og 6 félagslegum kaupleigu- íbúðum. Útborgun framkvæmdaláns til íbúða þessara hefst í maí 1998 og kemur til greiðslu á allt að 15 mánuðum.
4. Dreifibréf dags. mars 1998, frá Húsnæðisstofnun ríkisins þar sem tilkynnt var að á fundi húsnæðismálastjórnar hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að hætt verði að heimila húsnæðisnefndum að leggja sérstakt umsjónargjald ofan á viðgerðarkostnað við innlausn íbúða.
5. Húsnæðisnefnd samþykkir að sækja um greiðslu úr tryggingarsjóði/varasjóði til lagfæringa á lóð í Vestursíðu 26-30.

6. Samþykkt úthlutun í sex íbúðir samkv. lista.Fleira gerðist ekki.

Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Páll Jóhannsson
Jóhann Möller