Húsnæðisnefnd

2815. fundur 29. janúar 1998

Húsnæðisnefnd 29. janúar 1998.


2. fundur.

Ár 1998, 29. janúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Skipagötu 12.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á tveimur félagslegum íbúðum, samkvæmt lista.
Samþykkt.

2. ....................................

3. Húsfélag í Drekagili 28 óskar í bréfi dags. 20. janúar 1998, eftir afritum af öllum gögnum húsnæðisnefndar Akureyrar er varða umsókn nefndarinnar um greiðslu úr tryggingarsjóði Byggingarsjóðs verkamanna vegna leka í Drekagili 28.
   Forstöðumanni og bæjarlögmanni falið að svara erindinu.
   Af gefnu tilefni ítrekar húsnæðisnefnd Akureyrar umsókn um greiðslu úr tryggingar-sjóði vegna byggingargalla í Drekagili 28, í bréfi dags. 17. júlí 1996 og ítrekun á umsókn í bréfi dags. 15. júlí 1997.
   Húsnæðisnefnd lýsir yfir óánægju sinni með það að svar hefur ekki enn borist við þessari umsókn.

4. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir að úthluta til leigu íbúð í Vestursíðu 10-101.
   Formaður sat hjá við afgreiðslu málsins.

5. Úthlutun á fimm íbúðum, þar af tvær í leigu.
Samþykkt.


Fleira gerðist ekki.

Gísli Kr. Lórenzson
Guðríður Friðriksdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Konráð Alfreðsson
Guðmundur Ó. Guðmundsson
Páll Jóhannsson
Hilmir Helgason
Jóhann Möller