Húsnæðisnefnd

2817. fundur 29. október 1998

Húsnæðisnefnd 29. október 1998


21. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 29. október kom húsnæðisnefnd saman til fundar að Skipagötu 9.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á tveimur félagslegum íbúðum samkvæmt lista.

2. Bréf dags. 19.10.1998 frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir því við húsnæðisnefnd að hún veiti upplýsingar samkvæmt meðfylgjandi spurningarblöðum merkt ,,Könnun á leigumarkaði".

3. Samþykkt úthlutun á tíu íbúðum, þar af þrjár félagslegar kaupleiguíbúðir til leigu samkvæmt lista.

4. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkir að taka tilboði Hyrnu ehf. í byggingu fjögurra íbúða í Snægili 21 og 23.
      Samþykkt var að Jóhann G. Sigurðsson, Gísli Lórenzson og Guðríður Friðriksdóttir færu í viðræðunefnd við Hyrnu.


Fleira gerðist ekki.

Jóhann G. Sigurðsson
Guðríður Friðriksdóttir
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Gísli Kr. Lórenzson
Alfreð Almarsson