Hrísey

6008. fundur 28. desember 2004

Samráðsnefnd um málefni Hríseyjar 28. desember 2004.

5. fundur- aukafundur.

Ár 2004. þriðjudaginn 28. desember var aukafundur haldinn í samráðsnefnd um málefni Hríseyjar.

Mættir voru Kristinn Fr. Árnason formaður, Þröstur Jóhannsson, Þorgeir Jónsson, Ingimar Ragnarsson og Almar Björnsson.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Ingimar skráði fundargerð í bók.

Fundargerð síðasta fundar lesin upp, engar athugasemdir voru gerðar við hana.

Dagskrá.

1. Byggðakvóti- reglur kynntar vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir Hrísey.

a) Ýmsar umræður og vangaveltur voru um úthlutunarreglurnar.

Samráðsnefnd vill vekja athygli á eftirfarandi:

Athygli vekur að samkvæmt Fiskiskipaskrá Fiskistofu- Skip með veiðiheimildir eða aflaheimildir og heimahöfn í Hrísey 6. desember 2004.

Tveir bátar eru ekki gerðir út frá Hrísey í dag, það eru: Heddi frændi skipnr 892, hefur verið seldur til Hornafjarðar þar sem hann er gerður út af fyrirtækinu M200 útgerð ehf.

Inga skipnr 6033, eigandi þeirrar útgerðar er fluttur úr byggðarlaginu í Dalvíkurbyggð.

Þá leggur samráðsnefnd til að útgerðarfélagið Dugguklettur ehf, sem stofnað var hér í haust og keypti bátinn Kristbjörgu ÍS, skipnr 2225, verði gert kleift að sækja um byggðakvóta.

b) Að öðru leyti gerir samráðsnefnd ekki athugasemdir við úthlutunarreglur um byggðakvóta 2004.

Samráðsnefnd vill að lokum óska öllu bæjarráðsfólki og starfsfólki þess gleðilegs nýárs með þökk fyrir gott og farsælt samstarf á liðnu ári með ósk um áframhaldandi farsælt samstarf á nýju ári.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 20.00.

Kristinn Fr. Árnason formaður

Þröstur Jóhannsson varaformaður

Þorgeir Jónsson

Ingimar Ragnarsson

Almar Björnsson

Fundarritari Ingimar Ragnarsson

Fundargerð skráð í tölvu af Kristni Árnasyni.