Hrísey

6006. fundur 02. nóvember 2004

Samráðsnefnd um málefni Hríseyjar 2. nóvember 2004

3. fundur.

Ár 2004. Þriðjudaginn 2. nóvember var fundur haldinn í samráðsnefnd um málefni Hríseyjar.

Mættir voru: Kristinn Fr. Árnason formaður, Þröstur Jóhannsson, Þorgeir Jónsson, Ingimar Ragnarsson og Almar Björnsson.

Formaður setti fund og stjórnaði. Ingimar skráði fundargerð í bók.

fundargerð síðasta fundar lesin upp, engar athugasemdir voru gerðar við hana.

DAGSKRÁ

1. Sjálfbært samfélag í Hrísey.

Kynnt voru minnisblöð frá Útrás vegna verkefnisins sjálfbært samfélag í Hrísey. Þorgeir Jónsson sem er í verkefnishópi um þetta mál gerði grein fyrir stöðu mála.

Þann 28. október sl. var haldinn umhverfisdagur í Hrísey, sem skiptist í tvo hluta.

Annars vegar fyrir fyrirtæki sem bar yfirskriftina "Sóknarfæri og aðrir möguleikar" og hinsvegar fyrir almenning sem bar yfirskriftina "Getur Hrísey orðið fyrirmynd"

Að deginum stóðu: Ingimar Eydal formaður náttúruverndarnefndar Akureyrarbæjar, Guðmundur Sigvaldason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri og Þorgeir Jónsson, Jónína Þorbjarnardóttir og Guðrún Þorbjarnardóttir en þessir aðilar eru í verkefnishópi um sjálfbært samfélag í Hrísey.

Gestir fundarins voru þau Arnheiður Hjörleifsdóttir frá Staðardagsskrá 21 á landsvísu, sem og Ragnhildur H. Jónsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri, en hann var með kynningu á jarðgerðarvélinni "Jóru".

Fundurinn var mjög áhugaverður og var ágætlega mætt.

Lagt fram til kynningar, en ýmsar umræður urðu um þessi málefni á jákvæðan hátt.

2. Önnur mál:

1. Gervihnattasambandið (internetsamband)

Fólk sem er með þessa nettengingu hefur kvartað yfir því að sambandið sé æði oft úti og hraði á gagnaflutningi bæði inn og út, hægur og óstöðugur sem er bagalegt fyrir þá sem stunda fjarnám og viðskipti í gegnum gervihnattasambandið.

Haraldur Ingi Haraldsson kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu internetssambandsins.

Fyrirtækið Þekking ehf hefur lýst áhuga sínum á að koma að þessu verkefni. Rætt var um þessi málefni frá öllum sjónarhornum og voru menn sammála því að svona samband sé mjög mikilvægt fyrir okkar byggðarlag hér, en það verður að vera stöðugt samband, hraði á gagnaflutningi góður og einnig stöðugur.

Samráðsnefnd getur ekki tekið neina ákvörðun um þessi málefni önnur en þau að hvetja Harald Inga til að kanna hvort þetta sé góður kostur til þess að fara með lengra, og vera í sambandi við kunnáttumenn á vegum sveitarfélagsins um þessi málefni.

2. Hríseyjarvefurinn- hver er staðan?

Formaður átti fund með Ragnari Hólm upplýsingafulltrúa Akureyrarkaupstaðar 20. október sl. og gerði hann grein fyrir þeim fundi.

Ragnar ætlar að láta gera tilboð til þess að síðan verði svipuð og Akureyrarsíðan, þannig að síðan kemur til með að breyta um útlit. Einnig ræddu þeir um það að uppfæra verður síðuna reglulega með fréttum úr eyjunni og ýmsar upplýsingar sem tengjast málefnum eyjarinnar.

Það verður að vera einhver á staðnum sem það gerir.

Samráðsnefnd leggur það til að Kristín Björk Ingólfsdóttir verði ritstjóri síðunnar og uppfæri hana reglulega. samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá ( Þröstur tók ekki afstöðu þar sem um er að ræða eiginkonu hans) Formanni falið að koma þessu máli til yfirvalda í sveitarfélaginu.

3. Jólaskreytingar í þorpinu

Ingimar Ragnarsson kom með þá hugmynd hvort ekki sé hægt að skreyta þorpið meira með jólaljósum af hálfu sveitarfélagsins.

Samráðsnefnd felur Þorgeiri Jónssyni að kanna þessi mál í gegnum Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.

4. Málefni Hleinar- hver er staðan?

Formaður viðukennir að hann hafi ekki kannað þessi mál frá síðasta fundi en lofar því að einhverjar fréttir af þessu máli verði fyrir næsta fund.

Einnig að kanna hvort yfirvöld sveitarfélagsins hafi einhverjar fréttir af úthlutun á byggðakvóta 2004.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20.00

Fundarritari Ingimar Ragnarsson

Fundargerð skráð í tölvu af Kristni Árnasyni.

Samráðsnefnd

Kristinn Fr. Árnason formaður 695-1968

Þröstur Jóhannsson varaform 862-3817

Þorgeir Jónsson 695-5533

Ingimar Ragnarsson 691-4035

Almar Björnsson 695-4209