Hrísey

6004. fundur 07. september 2004

Samráðsnefnd um málefni Hríseyjar 7.september 2004

1. fundur.

Ár 2004, þriðjudaginn 7.september var fundur haldinn í samráðsnefnd um málefni Hríseyjar.

Mættir voru:Kristinn Fr. Árnason formaður, Þröstur Jóhannsson, Þorgeir Jónsson, Ingimar Ragnarsson og Heimir Áslaugsson varamaður fyrir Almar Björnsson.

Formaður setti fund og stjórnaði. Ingimar skráði fundargerð í bók.

DAGSKRÁ

1. "Sjálfbært samfélag í Hrísey"- stjórnskipuleg staða eftir sameiningu.

Tillaga frá Guðmundi Sigvaldasyni verkefnisstjóra SDA21 um sjálfbært samfélag í Hrísey og hvernig það verður unnið.

1. Í bæklingi um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Hríseyjarhrepps segir að verkefnið "Sjálfbært samfélag í Hrísey" skuli fara undir stjórn og framkvæmd náttúruverndarnefndar.

2. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Iðnaðarráðuneyti og Umhverfisráðuneyti.

3. Lagt er til að stofnuð verði sérstök "bókhaldseining" innan umhverfisdeildar með nafni verkefnisins þar sem tekjur og gjöld vegna verkefnisins færast.

4. Lagt er til að náttúruverndarnefnd skipi sérstakan fimm manna verkefnishóp um verkefnið sem í eigi sæti t.d:

verkefnisstjóri

formaður náttúruverndarnefndar (eða verkefnisstjóri SDA21)

þrír íbúar í Hrísey,í fyrsta skipti tilnefndir af samráðsnefndinni.

5. Fundargerðir verkefnishópsins leggist fyrir náttúruverndarnefnd til staðfestingar.

Samráðsnefnd styður þessa tillögu Guðmundar og leggur til að fyrrverandi umhverfisnefnd Hríseyjarhrepps sem var 3ja manna nefnd, þ.e. Þorgeir Jónsson,Jónína Þorbjarnardóttir og Guðrún Þorbjarnardóttir verði tilnefnd frá Hrísey.

2. Önnur mál:

1. Spurningar hafa vaknað hér í Hrísey hver framtíð Hríseyjarvefsins verði.

Samráðsnefnd leggur til að hrisey.is verði starfrækt áfram og verði fenginn umsjónarmaður hér í Hrísey til að sinna verkinu.(Þetta er vinsæll vefur þegar hann er uppfærður). Spurningin er á að halda áfram með sama aðila þ.e.a.s. Nepal sem þjónustuaðila eða samræma síðuna í anda akureyri.is.

2. Hver er framtíð internetsambandsins hér í Hrísey, verður það áfram og þá í hvaða formi þ.e.a.s. rekstrarlega séð? eða eru aðrar lausnir til?

Samráðsnefnd felur formanni að ath.möguleikana í samráði við kunnáttumenn um þessi mál í sveitarfélaginu.

3. Þar sem vinnu ferðamálafulltrúa er lokið kallar samráðsnefnd eftir skýrslu um gang mála eftir sumarið frá honum.

Formanni falið að kalla eftir skýrslu frá Haraldi Inga fráfarandi ferðamálafulltrúa.

4. Spurningar hafa vaknað um það hvert á að snúa sér v/styrkveitinga til félagasamtaka o.þ.h. sem hreppurinn hefur styrkt í gegnum tíðina. En það eru félög eins og Ungmennafélagið Narfi, Björgunarsveitin Jörundur, Hákarlasafnsfélagið og foreldrafélag grunnskólans í Hrísey.

Samráðsnefnd athugi þessi mál, en líklegt er að viðkomandi nefndir sem ofangreindir málaflokkar heyra undir sjái um styrkveitingar til þessara félaga.

5. Þorgeir Jónsson slökkviliðsstjóri í Hrísey gerði grein fyrir fundi sem hann átti með Erling Þ.Júlíussyni slökkviliðsstjóra Akureyrarkaupstaðar í dag. Umræður hjá þeim voru m.a. um húsnæðisvanda slökkviliðsins í Hrísey.

Samráðsnefnd leggur til að Þorgeir vinni í þessum málum í samráði við Erling á Akureyri.

Undanfarnar vikur hafa hinar ýmsu nefndir og ráð á vegum hins nýja sameinaða sveitarfélags komið hingað í kynnisferð til Hríseyjar.

Kristinn hefur tekið á móti þeim og sagði nefndarmönnum frá þeim heimsóknum.

Óhætt er að segja að allar þessar heimsóknir hafa verið mjög jákvæðar, enda ekki við öðru að búast.

Þorgeir Jónsson hefur einnig fengið menn í heimsókn frá Norðurorku og svo slökkviliðsstjóra Akureyrarkaupstaðar.

Þar sem þetta er 1. fundur samráðsnefndar hins nýja sameinaða sveitarfélags, leggur samráðsnefnd til að fundir verði haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði.

Einnig leggur samráðsnefnd til að neðangreind tilkynning verði send út til allra íbúa í Hrísey:

Kæru Hríseyingar!

Eins og flestum er kunnugt tók sameining Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar gildi 1. ágúst sl.

Hið nýja sveitarfélag ber stjórnsýsluheitið Akureyrarkaupstaður.

Nú hefur samráðsnefnd Akureyrarkaupstaðar(fyrrverandi hreppsnefnd) tekið til starfa og mun hún funda fyrsta þriðjudag í mánuði. Ef einhverjar fyrirspurnir eru, er varða hagsmuni okkar Hríseyinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi, getur fólk haft samband við okkur í nefndinni, eða skrifað bréf til nefndarinnar og skilað því inn til Kristins Árnasonar, Austurvegi 8.

Með ósk um bjarta framtíð í nýju sveitarfélagi.

Kristinn Fr. Árnason formaður 695-1968.

Þröstur Jóhannsson varaform. 862-3817.

Þorgeir Jónsson 695-5533.

Ingimar Ragnarsson 691-4035.

Almar Björnsson 695-4209.

Heimir Áslaugsson 1.varam. 846-3388.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:45.

Fundargerð skráð í tölvu af Kristni Árnasyni.

Fundarritari: Ingimar Ragnarsson.