Hrísey

6005. fundur 05. október 2004

Samráðsnefnd um málefni Hríseyjar 5.október 2004

2. fundur.

Ár 2004. Þriðjudaginn 5. október var fundur haldinn í samráðsnefnd um málefni Hríseyjar.

Mættir voru: Kristinn Fr. Árnason formaður, Þröstur Jóhannsson, Þorgeir Jónsson, Ingimar Ragnarsson og Almar Björnsson.

Formaður setti fund og stjórnaði. Ingimar skráði fundargerð í bók.

Fundargerð síðasta fundar lesin upp, engar athugasemdir voru gerðar við hana.

DAGSKRÁ

1. Innsent bréf- fyrirspurn um styrki vegna námskostnaðar.

Lagt fram erindi móttekið 3. október 2004 frá Þórunni Arnórsdóttur. Þórunn stundar nám við Kennaraháskóla Íslands og spyr hvort hið nýja sameinaða sveitarfélag taki einhvern þátt í námskostnaði eða veiti styrki til þeirra sem eru í námi utan sveitarfélagsins. Ef svo sé, hvert og hvernig skuli snúa sér í þeim efnum.

Formanni falið að kanna þessi mál og svara Þórunni.

 

 

2. Önnur mál

1. Rætt um að koma málum er varða internetsambandið á hreint.

Formanni falið að hafa samband við Ragnar Hólm upplýsingafulltrúa Akureyrarbæjar um þessi mál og einnig um Hríseyjarvefinn.

 

2. Byggðakvóti til Hríseyjar- til kynningar.

Umsókn var send frá Akureyrarkaupstað til Sjávarútvegsráðuneytisins 30. september sl. Jón Birgir Guðmundsson verkefnisstjóri bæjarráðs útfyllti umsóknina í samráði við formann og varaformann samráðsnefndar.

 

3. Sótt um starfsleyfi fyrir óstofnað félag til að stunda kræklingarækt.

Lagt fram til kynningar.

Ýmsar umræður urðu um málefni kræklingaræktar í firðinum.

Sjávarútvegsnefnd Alþingis kom í heimsókn í lok síðasta mánaðar til að kynna sér kræklingaræktina og var hún í boði Norðurskeljar ehf.

Samráðsnefnd var einnig boðið og var formaður viðstaddur.

Hann sagði nefndarmönnum frá fundinum.

 

4. Umræður um málefni Hleinar- hver er staðan

Formanni falið að kanna í hvaða farvegi málefni Hleinar eru.

 

5. Sjálfbært samfélag í Hrísey

Verkefnið sjálfbært samfélag í Hrísey er í góðum gangi.

Þorgeir Jónsson kynnti nefndarmönnum frá stöðu mála í þeim efnum.

 

6. Ýmsar umræður um málefni Hríseyjar. Allir eru sammála um að vel gangi með samskipti við stjórnendur hins nýja sameinaða sveitarfélags.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19.00

Fundarritari Ingimar Ragnarsson.

Fundargerð skráð í tölvu af Kristni Árnasyni.

 

 

 

Samráðsnefnd

Kristinn Fr. Árnason 695-1968

Þröstur Jóhannsson 862-3817

Þorgeir Jónsson 695-5533

Ingimar Ragnarsson 691-4035

Almar Björnsson 695-4209