Frístundaráð

104. fundur 16. desember 2021 kl. 16:00 - 17:29 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
104. fundur frístundaráðs og jafnframt sá síðasti áður en ráðið sameinast fræðsluráði í fræðslu- og lýðheilsuráð.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í samningum við íþróttahreyfinguna segir m.a. að fjárhæðir séu með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði í fjárhagsáætlun hvers árs. Í ljósi erfiðrar stöðu bæjarsjóðs samþykkir frístundaráð að þeir þættir í rekstrarsamningum, aðrir en launaliðir, taki ekki hækkunum á árinu 2022.

Frístundaráð samþykkir starfsáætlun.

2.Íþróttafélagið Þór - styrkbeiðni vegna hugarþjálfunar

Málsnúmer 2021120630Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2021 frá formanni og framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Þórs þar sem sótt er um kr. 500.000 styrk til félagsins vegna hugarþjálfunarverkefnis sem félagið er að hefja.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð fagnar metnaðarfullu tilraunaverkefni Íþróttafélagsins Þórs og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.

3.Íþróttafélagið Þór - dúkur á aðalvöll

Málsnúmer 2021111571Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á dúk yfir aðal knattspyrnuvöll félagsins.


Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

4.Beiðni um endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 2021090352Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2021 frá Magna Ásgeirssyni og Ármanni Einarssyni f.h. Tónræktarinnar ehf. þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar en samningurinn rennur út í lok árs 2021.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs 15. september 2021.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir að styrkja Tónræktina um kr. 3.500.000 árið 2022.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Sveinn Arnarsson S-lista sitja hjá.
Formaður þakkar nefndarmönnum og starfsfólki kærlega fyrir gott samstarf í störfum frístundaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:29.