Frístundaráð

102. fundur 03. nóvember 2021 kl. 12:00 - 14:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Stefán Örn Steinþórsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Stefán Örn Steinþórsson M-lista mætti í forföllum Viðars Valdimarssonar.
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.

1.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um starfsemi vinnuskóla og annarra sumarstarfa 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson umsjónarmaður vinnuskólans sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

Í tengslum við Sumarvinnu með stuðningi hvetur ráðið stofnanir Akureyrarbæjar og fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð með því að taka ungmenni, sem á stuðningi þurfa að halda, í vinnu.

2.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021050001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 9 mánaða rekstraryfirlit.

3.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2022.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir vinnu vegna hagræðingarkröfu bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Frístundaráð vísar starfsáætlun til bæjarráðs.

5.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerðir ungmennaráðs nr. 20 og 21 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:00.