Frístundaráð

52. fundur 20. mars 2019 kl. 12:00 - 14:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Arnars Þórs Jóhannessonar.

1.Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2019010089Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á legu göngustígs í gegnum svæði Skotfélags Akureyrar og KKA, öryggismörk skotsvæðisins minnka lítillega og smávægilegar breytingar eru gerðar á legu aðrennslispípu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.

2.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2019 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir greinargóðum svörum um hver staða samningsins sé og hvað forystumenn Akureyrarbæjar leggja til að næstu skref verði gerð við áframhaldandi uppbyggingu á bættri aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva til framtíðar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kalla eftir upplýsingum frá umhverfis- og mannvirkjasviði um hver staða er á framkvæmdum við siglingasvæðið. Jafnframt telur ráðið að umræða um uppbyggingu á svæðinu fari fram í stýrihópi um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

3.Þjónustusamningar um faglegt starf við aðildarfélög ÍBA

Málsnúmer 2019030195Vakta málsnúmer

Lagðir fram til samþykktar þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA um faglegt starf.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Samningarnir voru bornir upp til atkvæða hver fyrir sig.

Frístundaráð samþykkir samning við Hestamannafélagið Létti með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Íþróttafélagið Þór með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Skautafélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Fimleikafélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð felur starfsmönnum að ganga frá samningunum til undirritunar og senda svo til bæjarráðs til staðfestingar.

4.Samráðsfundir frístundaráðs og ungmennaráðs

Málsnúmer 2019030191Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skulu árlega haldnir samráðsfundir með frístundaráði.

Á fundinn mættu eftirtaldir fulltrúar ungmennaráðs:

Hulda Margrét Sverrisdóttir

Ari Orrason

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson

Brynjólfur Skúlason

Embla Blöndal

Gunnborg Petra Jóhannsdóttir

Þura Björgvinsdóttir

Frístundaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn og framlagðar hugmyndir. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að fá fram sjónarmið ungmenna og hvetur ungmennaráð til að koma málefnum sem brenna á þeim inn í ráð Akureyrarbæjar.

5.Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 2019020083Vakta málsnúmer

Árleg ráðstefna ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands verður haldin í Borgarnesi 10.- 12. apríl nk. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?
Frístundaráð hvetur ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 14:00.

6.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018080089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 12 mánaða uppgjör 2018.

7.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit tveggja fyrstu mánaða ársins 2019.

8.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun frístundaráðs vegna velferðarstefnu.

Fundi slitið - kl. 14:20.