Framkvæmdaráð

284. fundur 04. apríl 2014 kl. 09:45 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
Dagskrá

1.Ferlivöktunarkerfið Spori

Málsnúmer 2013020044Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti ferlivöktunarkerfið Spora.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að kanna betur notkun og kostnað við að ferlivöktunarkerfi verði sett í öll tæki Framkvæmdamiðstöðvar og einnig í aðkeypt tæki sem vinna fyrir Akureyrarbæ og leggja fram á næsta fundi.

2.Golfklúbbur Akureyrar - uppbygging á göngustíg

Málsnúmer 2014030023Vakta málsnúmer

Erindi frá Golfklúbbi Akureyrar, dags. 26. febrúar sl., sem frestað var á síðasta fundi framkvæmdaráðs um kostnað vegna stígagerðar á golfvallarsvæði GA.

Framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða framkvæmdaáætlun þar sem gerð verði tillaga um 820 metra malarstíg á golfvelli GA, kostnaður áætlaður um 7,8 mkr. og leggja fyrir næsta fund.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 10:05.

3.Frisbígolfvöllur á Hamarkotstúni

Málsnúmer 2014040005Vakta málsnúmer

Umræður um hvort áhugi sé fyrir að setja upp frísbígolfvöll á Hamarkotstúni.

Framkvæmdaráð tekur vel í að settur verði upp einn frisbígolfvöllur á Akureyri. Tillögur um staðsetningu verða lagðar fyrir næsta fund.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Kynning á hönnun á göngustíg við Drottningarbraut.
Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt kynnti tillögur að göngustíg við Drottningarbraut.

Framkvæmdaráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.

5.Yfirborðsmerkingar gatna

Málsnúmer 2014040013Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 2. apríl sl. um framkvæmdir við yfirborðmerkingar gatna fyrir sumarið 2014.

Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Vegamálun ehf vegna yfirborðsmerkinga fyrir árið 2014.

6.Strætisvagnasamgöngur í Naustahverfi

Málsnúmer 2014040012Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 3. apríl sl. frá Stefáni Baldurssyni framkvæmdastjóra Strætisvagna Akureyrar.

Framkvæmdaráð samþykkir að breyta tímatöflu á leið nr. 3. Kostnaður vegna þess er áætlaður um 3,0 mkr. Til að mæta þessu verður leið nr. 2 lögð af yfir sumarmánuðina júní til ágúst, en við það er áætlað að spara um 2,0 mkr.

7.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og framkvæmdadeild - verklagsreglur

Málsnúmer 2014040063Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram verklagsreglur milli framkvæmdadeildar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Framkvæmdráð gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.

8.Önnur mál í framkvæmdaráði 2014

Málsnúmer 2014010035Vakta málsnúmer

a) Helgi Snæbjarnarson vakti athygli á því hvort banna ætti umferð hægfara vinnuvéla á ákveðnum götum og á ákveðnum tíma í bæjarlandinu.
Framkvæmdaráð beinir þessari ábendingu til skipulagsnefndar.

b) Helgi Snæbjarnarson spurðist fyrir um hvort búið væri að fjölga bekkjum og ruslatunnum í miðbæ Akureyrar.

c) Njáll Trausti Friðbertsson spurðist fyrir um verklagsreglur vegna malbiks.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?