Framkvæmdaráð

263. fundur 15. febrúar 2013 kl. 08:45 - 09:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá
Ólafur Jónsson D-lista sat fundinn sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat fundinn sem varamaður fyrir Sigfús Arnar Karlsson.
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.

1.Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013

Málsnúmer 2013010325Vakta málsnúmer

Rætt var um fyrirhuguð tækjakaup fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 25 mkr. í eignasjóði til tækjakaupa. Lagt fram minnisblað dags. 11. febrúar 2013 um hugmyndir að breytingum og fjármögnun.

Framkvæmdaráð samþykkir að auka fjárveitingu til tækjakaupa og að fjármagnið verði tekið af eignasjóði gatna og fráveitu í götum. Auka úr 25 mkr. í 57.350.000 kr.

Ólafur Jónsson D-lista óskar bókað að hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ólafur óskar einnig bókað:

Núverandi meirihluti valdi að taka til sín verulega aukinn hlut af garðslætti og umhirðu. Það kallar á aukin tækjakaup sem að hluta til var ekki gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Til þess að mæta því er ákveðið nú að taka af fjármagni vegna endurbyggingar gatna og framkvæmdum við fráveitu gatna. Það eru ekki góð vinnubrögð. Hins vegar er það orðinn hlutur að bærinn hefur tekið til sín sláttinn og aukin tækjakaup því nauðsynleg. Ég greiði því ekki atkvæði gegn þessu en sit hjá.

2.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 29. janúar 2013 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá.

3.Frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál

Málsnúmer 2013020091Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2013 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál

Málsnúmer 2013020077Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. febrúar 2013 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.

5.Fráveita í Breiðholtshverfi

Málsnúmer 2011080105Vakta málsnúmer

Rætt um fráveitu í hesthúsahverfi.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi og formanni að ræða við hlutaðeigandi um lagningu fráveitu í hesthúsahverfi í Breiðholti og hugsanlegar lausnir.

Fundi slitið - kl. 09:25.