Framkvæmdaráð

253. fundur 08. júní 2012 kl. 09:15 - 10:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Fækkun sela - notkun hljóðdempara á riffli

Málsnúmer 2012050183Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Davíð Jens Hallgrímssyni (tölvupóstur frá 30.4.2012) þar sem hann óskar eftir leyfi til að nota hljóðdempara á riffil, en hann sér um að halda fjölda sela í lágmarki í og við ósa Eyjafjarðarár.

Framkvæmdaráð frestar ákvörðun.

2.Hafnasamlag Norðurlands - bílastæði fyrir bílaleigubíla - Strandgata austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 5. júní 2012, frá hafnarstjóra f.h. Hafnasamlags Norðurlands bs, þar sem óskað er eftir að leigja 10 bílastæði við Strandgötu. Um tímabundna leigu er að ræða.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur bæjartæknifræðingi að ganga frá leigusamningi.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2010-2012 - útboð

Málsnúmer 2010090064Vakta málsnúmer

Rætt var um fyrirkomulag á snjómokstri og möguleika á framlengingu núgildandi útboðs og hugsanlegar breytingar.

Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja núverandi verksamninga um eitt ár.

Fundi slitið - kl. 10:15.