Framkvæmdaráð

248. fundur 02. mars 2012 kl. 08:15 - 08:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Ólafur Jónsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Dalsbraut - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2010120006Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 1. mars 2012 kl. 13:00 voru opnuð tilboð vegna verksins Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
G. Hjálmarsson hf - kr. 62.900.300 - 86.5%
G.V. Gröfur ehf - kr. 53.817.132 - 74%
Finnur ehf - kr. 64.352.500 - 88.5%
Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 72.705.200.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.

Ólafur Jónsson D-lista og Sigfús Arnar Karlsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista óskar bókað:

Á öllum stigum málsins hefur Framsóknarflokkurinn talið þessa framkvæmd óþarfa að svo komnu máli og fjármunum Akureyrarkaupstaðar betur varið í önnur þarfari verkefni. Þar af leiðandi greiði ég ekki atkvæði um tilboðið.

Fundi slitið - kl. 08:30.