Framkvæmdaráð

211. fundur 21. maí 2010
Framkvæmdaráð - Fundargerð
211. fundur
21. maí 2010   kl. 09:45 - 10:22
 Menningarhúsinu Hofi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jakob Björnsson
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
1.          Strætisvagnar Akureyrar - ósk um kaup á notuðum stætisvagni 2010
2010050063
Bréf dags. 28. apríl 2010 frá forstöðumanni Stætisvagna Akureyrar, Stefáni Baldurssyni, með ósk um  að kaupa notaðan strætisvagn í stað Íkarus strætisvagns sem verið hefur  bilaður nánast samfleytt frá því sl. haust.
Framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.
       
Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 09:56 og þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.


2.          Skógræktarfélag Eyfirðinga - endurskoðun þjónustusamnings
2009120095
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðuna í viðræðum við Skógræktarfélag Eyjafjarðar um upptöku  þjónustusamnings.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að samkomulag náist við Skógræktarfélagið sem fyrst.


3.          Andapollur
2010040094
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. apríl 2010:
Íbúi mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  Býr í Þingvallastræti, er mjög ósáttur við fuglager (hettumáva) við Andapollinn og vill fá lausn á óþrifum og ónæði vegna fuglsins.  Leggur til að vængstýfðir fuglar verði fluttir inn á Leirutjörn.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að skoða  til hvaða aðgerða er hægt að grípa og svara erindinu.


4.          Naust III og IV
2010040099
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. maí 2010:
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. apríl 2010:
Íbúi hringdi í viðtalstíma bæjafulltrúa og kvartaði yfir umgengni á Naustum III og IV.  
Finnst þetta setja ljótan svip á hverfið og vill fá úrbætur fyrir sumarið.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, í samráði framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, Guðríði Friðriksdóttur, að vinna að úrbótum.


5.          Átakið "að brúka bekki" - fjölgun bekkja á göngustígum
2010050023
Erindi frá Unni Pétursdóttur sjúkraþjálfara M.S. og formanni Norðurlandsdeildar FÍSÞ, um að kortleggja um 1 km gönguleið, sem hentar eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs. Tryggt verði að ekki verði meira en 250-300 metrar á milli bekkja til að sitja á.  Akureyrarbær sjái um uppsetningu bekkjanna og viðhald þeirra auk sjómoksturs og hálkuvarna.  Fyrirtæki og félagasamtök geti hins vegar komið að kaupum á bekkjunum.
Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur deilarstjóra framkvæmdadeilar, Helga Má Pálssyni, að ræða við formann Norðurlandsdeildar FÍSÞ.


6.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
2009090017
Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ.
Framkvæmdaráð samþykkir siðareglurnar fyrir sitt leyti.


7.          Viðhaldsátak  2010-2011
2010040075
Rætt um hugmyndir að verkefnum.
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í endurbætur á girðingunni við Andapollinn, endurbætur á stígnum við Sigurhæðir og endurbætur við Tjaldsvæðið að Hömrum.
       
Formaður framkvæmdaráðs þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.


Fundi slitið.